Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. maí 2020 07:55
Elvar Geir Magnússon
Man Utd til í að fá Ramsey - City horfir til Argentínu
Powerade
Aaron Ramsey, leikmaður Juventus.
Aaron Ramsey, leikmaður Juventus.
Mynd: Getty Images
Federico Chiesa.
Federico Chiesa.
Mynd: Getty Images
Pogba, Ramsey, Fernandes, Pepe, Mbappe, Willian, Chiesa og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Manchester United hefur áhuga á að fá velska miðjumanninn Aaron Ramsey (29) frá Juventus sem hluta af sölu á franska miðjumanninum Paul Pogba (27). Framtíð Pogba er í óvissu en Juventus er meðal félaga sem vilja fá hann. (Express)

Sampdoria hefur kvartað til FIFA yfir Sporting Lissabon þar sem ítalska félagið telur sig eiga að fá 4 milljóna punda hlut í sölunni á Bruno Fernandes (25) til Manchester United í janúar. Portúgalski miðjumaðurinn fór frá Sampdoria til Sporting 2017. (Mirror)

Arsenal gæti neyðst til að selja sex leikmenn til að fjármagna það sem eftir er að borga af kaupverði Nicolas Pepe (24) sem keyptur var frá Lille síðasta sumar á 72 milljónir punda. (Sun)

Vængmaðurinn Willian (31) verður væntanlega áfram í London þegar samningur hans við Chelsea rennur út í júní. Brasilíumaðurinn vill fara til Tottenham og vinna aftur með Jose Mourinho. (Mail)

Manchester City hefur áhuga á Lucas Martínez Quarta (23) miðverði River Plate í Argentínu. Landi hans, Nicolas Otamendi (32), gæti farið öfuga leið. (TNT Sports)

Juventus ætlar að leggja aukna áherslu á að reyna að fá ítalska vængmanninn Federico Chiesa (22). Fiorentina hefur sagt að leikmaðurinn sé falur fyrir rétta upphæð. Chelsea, Manchester United og Inter hafa einnig áhuga. (Goal)

Manchester United þarf að taka ákvörðun um framtíð markvarðarins Dean Henderson (23) sem hefur verið magnaður á lánssamningi hjá Sheffield United. Samningur hans á Old Trafford rennur út í júní. (Sun)

Vonir Everton um að fá Allan (29) hafa dvínað en eigandi Napoli segir að 65 milljóna punda verðmiðinn á brasilíska miðjumanninum verði ekki lækkaður. Það á einnig við um 95 milljóna punda verðmiða Napoli á varnarmanninum Kalidou Koulibaly (28) sem er á óskalista Liverpool. (Il Napolista)

Arsenal hefur áhuga á varnartengiliðnum Angelo Stiller (19) hjá Bayern München. (Bild)

Kylian Mbappe (21) vill fá klásúlu í nýjan samning sinn við Paris St-Germain sem leyfir honum að fara til Real Madrid í framtíðinni. (AS)

Gonzalo Higuain (32), framherji Juventus og Argentínu, hefur ekki ákveðið hvort hann ferðist aftur til Ítalíu frá heimalandi sínu en River Plate hefur áhuga á að fá hann. (TuttoSport)

Lyon vill halda kamerúnska framherjanum Karl Toko-Ekambi (27) sem er á láni frá Villarreal. (Goal)

VAR myndbandsdómgæslan verður áfram notuð í ensku úrvalsdeildinn þegar og ef tímabilið verður klárað. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner