Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. maí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nasri: Sampaoli bauðst til að passa hundinn svo ég gæti djammað
Mynd: Getty Images
Samir Nasri er afar umdeildur knattspyrnumaður. Hegðun hans utan vallar og meiðsli hafa litað ferilinn hjá þessum afar hæfileikaríka miðjumanni.

Nasri, sem verður 33 ára í júní, gekk í raðir Anderlecht í fyrra en hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október. Hann var í spjalli á Instagram Live á dögunum og rifjaði upp þegar hann gekk í raðir Sevilla á lánssamningi frá Manchester City tímabilið 2016-17.

Jorge Sampaoli var þá við stjórnvölinn hjá Sevilla og vildi ólmur fá Nasri til félagsins. Til að sannfæra Frakkann bauð hann honum frelsi utan vallar svo lengi sem hann myndi standa sig vel innan hans.

„Sampaoli vildi mig svo mikið að hann sagði: 'Komdu til okkar, þú mátt drekka, djamma, gera það sem þú vilt, og ég mun verja þig. Ég bið þig bara um að standa þig vel um helgar,'" sagði Nasri.

„Sampaoli var svo klikkaður að hann bauðst til að passa hundinn minn svo ég gæti djammað eftir helgarleikina. Hann var frábær í að hvetja leikmenn. Ég fékk hroll þegar ég heyrði ræðurnar hans og ég skildi ekki einu sinni spænsku!"

Nasri gekk til liðs við Antalyaspor í Tyrklandi eftir dvöl sína hjá Sevilla en var dæmdur í 18 mánaða bann frá knattspyrnu þegar hann féll á lyfjaprófi.

„Það sem gerðist í Los Angeles eyðilagði tímabilið mitt. Þetta var fullkomlega lögleg vítamínsprauta sem ég var með lyfseðil fyrir. Það var einfaldlega sprautað of miklu í mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner