Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. maí 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
„Óttaðist um ástvini mína"
Bartosz Bereszynski, varnarmaður Sampdoria.
Bartosz Bereszynski, varnarmaður Sampdoria.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Bartosz Bereszynski var meðal leikmanna Sampdoria sem smituðust af COVID-19 en líkt og liðsfélagar hans er hann búinn að jafna sig.

„Liðsfélagar mínir höfðu smitast og nokkrir voru með háan hita. Ég fann líka fyrir einkennum. Það var högg að átta sig á því að ég væri með veiruna. Ég byrjaði samstundis að fá áhyggjur af ástvinum mínum," segir Bereszynski.

„Þeir sem hafa smitast hafa margir glímt við öndunarerfiðleika en sem betur fer slapp ég við það. Ég fann fyrir mikilli þreytu í tvær vikur en það er eðlilegt þegar líkami þinn verður fyrir veikindum."

„Á mánudaginn hljóp ég 7 kílómetra á u.þ.b. hálftíma svo ég tel að það sé gott skref í rétta átt. Ég finn ekki fyrir neinum afleiðingum eftir veiruna."
Athugasemdir
banner
banner