Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Partey gæti eyðilagt ferilinn með að fara til Englands"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nii Lamptey, fyrrum sóknarmaður frá Gana sem lék fyrir Aston Villa og Coventry í enska boltanum, hvetur samlanda sinn Thomas Partey til að skipta ekki yfir til Arsenal.

Hávær orðrómur er uppi um að Partey sé á leið til Arsenal en Lamptey er smeykur um að enski boltinn henti honum ekki.

„Það eru mörg félög sem vilja Thomas Partey en ferill hans mun taka skarpa beygju niður á við ef hann vandar ekki valið," sagði Lamptey, sem tókst ekki að skora á Englandi.

Partey, sem verður 27 ára í júní, hefur verið mikilvægur hlekkur í sterku liði Atletico síðustu ár.

„Deildin sem hann velur mun ráða framtíð hans. Ég mæli með því að hann haldi sig á Spáni frekar en að fara til Englands eða Ítalíu, spænski boltinn hentar hans leikstíl mjög vel.

„Hann ætti ekki hugsa um peninga þegar hann velur sér nýtt félag, það væri sjálfsmorð fyrir ferilinn. Stundum getur röng ákvörðun eyðilagt feril - eins og þegar ég fór til Aston Villa. Það hefði verið betra fyrir ferilinn minn að fara til Frakklands eða Spánar."


Lamptey, 45 ára, er í dag aðstoðarþjálfari Sekondi Wise Fighters í efstu deild í Gana.
Athugasemdir
banner
banner
banner