Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 06. maí 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling hent undir rútuna með rifrildi hans og Rodgers
Sterling yfirgaf Liverpool og fór til Manchester City árið 2015.
Sterling yfirgaf Liverpool og fór til Manchester City árið 2015.
Mynd: Getty Images
Ryan McLaughlin, sem var eitt sinn á mála hjá Liverpool og er í dag leikmaður Rochdale, segir að Liverpool hafi á sínum tíma hent Raheem Sterling undir rútuna ef svo má segja.

Sterling blómstraði sem táningur hjá Liverpool og lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið 17 ára gamall árið 2012. Sterling yfirgaf Liverpool árið 2015 eftir að hann neitaði að skrifa undir nýjan samning. Hann gekk í raðir Manchester City þar sem hann leikur enn í dag við góðan orðstír.

Í heimildarþáttaröð um Liverpool sem kom út árið 2012 var sýnt frá rifrildi Sterling við Brendan Rodgers, þáverandi knattspyrnustjóra. McLaughlin var ekki skemmt við að sjá það.

„Ég skil bara ekki hvers vegna félagið henti honum undir rútuna með því," sagði McLaughlin við Goal.

„Svona getur eyðilagt allt fyrir ungan strák. Hann var 17 ára og þetta lét hann líta út fyrir eitthvað sem hann er ekki. Ég lít til baka og hugsa um hvað ég hefði gert í sömu stöðu."

„Fjölskylda þín horfir á þetta og þú ert í molum. Þetta á að gerast á bak við lokaðar dyr. Rodgers lætur hann heyra það og það er ekkert að því, hann er stjóri hans. En að sýna það í sjónvarpi, það er rangt. Það var illa gengið að þessu."

„Þetta var líklega eitthvað sem Raheem hugsaði um lengi sem er ósanngjarnt gagnvart honum. Hann var með stimpil á sér, en allir sem hafa eitthvað verið í kringum hann munu segja þér hversu indæll náungi hann er," sagði McLaughlin.

Hér að neðan má sjá myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner