banner
   mið 06. maí 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkir ætla að byrja aftur þann 12. júní
Viðar Örn Kjartansson leikur með Yeni Malatyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni.
Viðar Örn Kjartansson leikur með Yeni Malatyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Forseti tyrkneska knattspyrnusambandsins, Nihat Ozdemir, hefur tilkynnt að tyrkneska úrvalsdeildin í fótbolta, sem og aðrar deildir í landinu, muni hefjast aftur þann 12. júní næstkomandi.

Enginn fótbolti hefur verið spilaður í Tyrklandi síðan 18. mars síðastliðinn vegna kórónuveirufaraldursins.

Rúmlega 130 þúsund hafa smitast af kórónuveirunni í Tyrklandi og hafa tæplega 3,600 látið lífið vegna veirunnar í landinu. Forseti knattspyrnusambandsins í Tyrklandi hefur hrósað hinum umdeilda forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, fyrir aðgerðir stjórnvalda í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Stjórnvöld eiga eftir að ákveða hvaða reglur munu gilda svo hægt sé að byrja að spila fótbolta aftur í landinu.

„Vonandi munum við klára mótin á besta mögulega hátt í júlí og gefa bikara á völlunum," sagði Ozdemir í yfirlýsingu.

Vongóður um að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á að fara fram í Istanbúl og er Ozdemir vongóðir um að hægt verði að halda leikinn þar í ágústmánuði.

Möguleiki er jafnvel á því að Meistaradeildin verði kláruð með litlu móti í Istanbúl í ágúst að því er kemur fram í frétt Sky Sports.

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar á að fara fram í Gdansk í Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner