mið 06. maí 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vill ekki þurfa að sannfæra leikmenn um að koma til Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur verið orðað við ýmsa nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð sem verða flestir samningslausir í júní. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ræddi félagaskiptamálin við Ian Wright.

Í samtalinu sagðist Arteta ekki hafa mikinn áhuga á leikmönnum sem þyrfti að sannfæra um að ganga til liðs við félagið. Hann vill að nýir leikmenn vilji spila fyrir félagið og hafi metnað fyrir því að gera vel fyrir Arsenal.

„Arsenal er stórt nafn um allan heim og allir leikmenn vilja koma hingað. Þetta er félag með sterka ímynd og við þurfum yfirleitt ekki að sannfæra leikmenn um kostina sem fylgja því að spila fyrir Arsenal," sagði Arteta.

„Fyrir mér er það ekki góður upphafspunktur þegar ég þarf að sannfæra leikmann um að koma hingað, til Arsenal? Það heldur aftur af mér í viðræðunum.

„Ég vil að leikmenn vilji spila fyrir félagið, ég vil að þeir komi hingað útaf leikstílnum og orðsporinu. Svo finnst mér mikilvægt að tala við leikmenn þegar dvöl þeirra hérna lýkur. Hvernig líður þeim gagnvart félaginu? Ég hef mikinn áhuga á því."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner