Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brescia lætur Balotelli vita að samningum verði rift
Balotelli hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Brescia.
Balotelli hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Brescia.
Mynd: Getty Images
Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia er að fara að rifta samningi við sóknarmanninn Mario Balotelli eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports.

Miklar vonir voru bundnar við Balotelli hjá Brescia þegar samið var við hann til eins árs í fyrra, en hann hefur brugðist og er Brescia í neðsta sæti ítölsku deildarinnar. Hann hefur á þessari leiktíð skorað fimm mörk í 19 leikjum.

Mikið hefur verið fjallað um það Balotelli hafi ekki verið á mæta á æfingar nýverið, en hann segist hafa verið veikur.

Massimo Cellino, forseti Brescia, segir það hafa verið mistök að fá Balotelli til félagsins og nú verður saminingi þessa fyrrum sóknarmanns Manchester City og Liverpool verði rift.

Sky Sports segir að lögmaður leikmannsins hafi fengið bréf frá Brescia þar sem segir að samningi hans verði rift, eftir að Balotelli náði ekki að komast að samkomulagi við Brescia um samningslok.

Balotelli hefur á ferli sínum verið þekktur sem vandræðagemsi og hann hefur aldrei einhvern veginn náð að sýna stöðugleika.

Ítalska úrvalsdeildin hefst aftur 20. júní, en Birkir Bjarnason er á mála hjá Brescia.
Athugasemdir
banner
banner