Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pickford hefur fulla trú á sigri gegn Liverpool
Jordan Pickford, markvörður Everton.
Jordan Pickford, markvörður Everton.
Mynd: Getty Images
Jordan Pickford, markvörður Everton, hefur fulla trú á því að liðið geti unnið nágranna sína í Liverpool þegar liðin mætast þann 21. júní næstkomandi.

Enska úrvalsdeildin er að hefjast aftur og mætast nágrannarnir Everton og Liverpool 21. júní. Liverpool hefur haft gott tak á Everton undanfarin ár, og vann Liverpool til að mynda 1-0 sigur gegn Everton í bikarnum þrátt fyrir að vera langt frá því að vera með sitt sterkasta lið í leiknum.

Pickford hefur hins vegar fulla trú á sér og sínum liðsfélögum gegn Liverpool. „Við viljum sýna hversu góðir við getum verið. Við vitum að þeir eru með gott lið, þeir eru á toppnum. Við viljum bara gera okkar besta og reyna að vinna þá."

„Við vitum að við erum með nægilega gott lið til að vinna þá," sagði Pickford.

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar og aðeins tímaspursmál hvenær liðið vinnur deildina. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru í 12. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner