Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 06. júní 2021 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfons: Tryggja mér þessa stöðu eins vel og hægt er
Icelandair
Alfons Sampsted á landsliðsæfingu.
Alfons Sampsted á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Ísland spilar á þriðjudag síðasta leik sinn í þessu landsliðsverkefni þegar liðið mætir Póllandi sem er í lokaundirbúningi fyrir EM.

Alfons var fyrst spurður út í leikinn við Færeyjar í síðustu viku. Leikurinn þótti slakur af hálfu íslenska liðsins.

„Þetta er bara svipað og allir hafa verið að tala um. Okkar spil sat ekki alveg, það var erfitt að finna tengingar milli manna, við komumst ekki inn í menn í pressunni, fengum aldrei þessa snertingu og návígi sem við vildum. Það kom aldrei taktur í okkar leik og frammistaðan var ekki frábær, en úrslitin tökum við með okkur."

Það er erfiðara verkefni framundan gegn Póllandi.

„Við vitum það að Pólverjarnir eru með virkilega sterkt lið. Ef við ætlum að spila skemmtilegan bolta þá þurfum við allir að bæta nokkrum prósentum við okkar leik. Ég hef fulla trú á strákunum og það var fínt tempó á æfingu í dag. Það verður spennandi að sjá hvort við náum að 'matcha' það 'level' sem Pólverjarnir koma með."

Alfons er annað sinn í röð í landsliðshópnum og núna er hann með marga liðsfélaga sem voru með honum í U21 landsliðinu á síðasta ári.

„Ég vil koma hingað inn og kynnast strákunum vel, að þeir treysti mér og ég treysti þeim. Mitt næsta markmið er að tryggja mér þessa stöðu eins vel og hægt er," segir Alfons og var þá að tala um stöðu hægri bakvarðar.

Hann talaði um að núverandi hópur væri skemmtileg blanda af yngri og reyndari leikmönnum. „Ég hef mjög gaman að þessu, þetta er bara skemmtilegt."

Hingað til verið frekar flott
Alfons er á mála hjá Noregsmeisturum Bodö/Glimt og það hefur gengið ágætlega í upphafi tímabils.

„Það hefur gengið fínt. Við erum ekki búnir að spila blússandi skemmtilegan bolta eins og í fyrra. Við misstum þrjá mjög sterka og mikilvæga sóknarmenn. Við erum búnir að ná fín úrslit. Ég missti af einum leik vegna veikinda þar sem við gerum jafntefli við Rosenborg. Hingað til hefur þetta verið frekar flott og þetta lítur vel út fyrir næstu leik," segir Alfons um tímabilið til þessa í Noregi en Bodö/Glimt situr núna í öðru sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner