Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. júní 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar ekki komið á óvart - Arnar ætlar að ræða við Ragga
Icelandair
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason.
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með landsliðinu í yfirstandandi verkefni.

Brynjar komst ekki í U21 landsliðshópinn fyrir EM í mars en var svo kallaður inn í A-landsliðshópinn fyrir þrjá landsleiki í maí og júní eftir góða frammistöðu með KA í upphafi tímabils.

Hann hefur byrjað bæði gegn Mexíkó og Færeyjum og staðið sig með prýði.

„Brynjar er búinn að standa sig mjög vel. Hann lenti í því eins og allt liðið að vera skrefinu á eftir gegn Færeyjum. Hann hefur alls ekki komið á óvart. Við fylgdumst mikið með Brynjari í fyrra líka þegar við vorum með U21 landsliðið. Það er frábært að sjá unga leikmenn sem taka réttu skrefin á réttum tíma geti unnið sér inn og fengið reynsluna í A-landsliðinu eða landsliðunum okkar," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Þetta er bara staðfesting á því sem við erum búnir að sjá í sumar af honum og undanfarið ár. Hann hefur tekið mjög góð og mikil skref undanfarið ár. Það er mjög jákvætt."

Sögur um að Raggi sé að hætta
Það hafa verið sögusagnir um að Ragnar Sigurðsson, sem hefur leikið lykilhlutverk í landsliðinu undanfarin ár, sé að hætta í fótbolta en hann er núna án félags. Ragnar var upprunalega í landsliðshópnum en þurfti að draga sig úr honum fyrir leikinn gegn Mexíkó.

„Við erum búnir að vera á fullu síðan úti í Dallas þegar Raggi fór. Við lögðum upp þetta verkefni með Ragga og ég hef sagt það áður að við töluðum mikið við Ragga fyrir verkefnið. Hann þarf að finna út úr því hvar hans framtíð liggur. Það er voðalega erfitt fyrir mig að segja um það akkúrat núna hver sú staða er. Ég held að það viti það allir þegar Raggi er 100 prósent og að spila þann fótbolta sem hann getur best, þá er hann einn af okkar bestu hafsentum. Ég vona að hann finni sér núna félag og komi sér í stand. Það er það sem við vonum. Ég mun hafa samband við hann eftir gluggann og ræða málin," sagði Arnar um mál Ragga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner