Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 06. júní 2021 11:40
Aksentije Milisic
Erik Hamren um tímann með Íslandi: Frábær ár með frábæru fólki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren er í ítarlegu viðtali í Svíþjóð hjá miðlinum Expressen. Þar er farið um víðan völl og er spjallað um tíma Hamren með Íslenska landsliðinu.

Eins og frægt er orðið var Hamren einungis nokkrum mínútum frá því að koma íslenska landsliðinu á Evrópumótið sem hefst nú eftir nokkra daga. Grátlegur endir gegn Ungverjalandi varð til að svo gerðist ekki.

Hamren náði þrátt fyrir það fínum árangri með landsliðið en liðið átti í mjög miklum meiðslavandræðum á þeim tíma sem Hamren var við stjórn.

„Þetta var frábær tími með frábæru fólki. Ég lærði mikið á þessum tíma. Þetta var erfitt því við vorum að glíma við mikil meiðsli. Það er ekki mikið úrval af leikmönnum. Við lentum í A riðli í Þjóðadeildinni í tvö ár í röð. Við duttum úr leik þar, en svo breyttu þeir fyrirkomulaginu og við vorum aftur mættir í A riðil," sagði Hamren.

„Við mættum þar frábærum liðum og áttum í vandræðum með að ná í úrslit. Ég ákvað sjálfur að hætta með liðinu. Ég var búinn að hugsa um það í smá tíma, mitt aðalmarkmið var að koma liðinu á EM, taka þátt þar og hætta svo. Það gerðist ekki svo ég ákvað að stíga til hliðar."

Þótti mjög vænt um sorgarböndin þegar faðir hans lést

Faðir Erik Hamren lést í nóvember á síðasta ári. Hamren fékk fregnirnar eftir leikinn gegn Dönum á Parken. Faðir Eriks var 97 ára þegar hann lést.

„Englendingarnir léku með sorgarbönd vegna fyrrum leikmanns sem lést. Þá spurði KSÍ mig hvort við myndum ekki spila með sorgarbönd líka vegna föður míns. Þetta var stórt mál fyrir mig og ég sagðist þurfa hugsa málið. Ég talaði við fyrirliðann og hann sagði að við ættum að gera það. Þetta var mjög tilfinningaþrungið og mjög fallega gert af Íslandi. Ég er ekki einu sinni Íslendingur, en samt sýndu þeir mér þessa virðingu."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner