Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. júní 2021 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Fabio Vieira besti leikmaður EM U21 - Framherji Man City markahæstur
Fabio Vieira með verðlaunin í kvöld
Fabio Vieira með verðlaunin í kvöld
Mynd: UEFA
Fabio Vieira, leikmaður Porto, er besti leikmaður EM U21 árs landsliða en verðlaunin voru veitt eftir að Þýskaland vann úrslitaleikinn gegn Portúgal í kvöld. Lukas Nmecha var markahæstur með 4 mörk.

Vieira, sem er 21 árs gamall, var á bekknum í fyrsta leik portúgalska liðsins gegn Króatíu en kom inná og skoraði sigurmarkið á 68. mínútu.

Hann byrjaði alla leiki eftir það og var magnaður á miðjunni. Vieira skapaði urmul af færum og skoraði meðal annars sigurmarkið í undanúrslitum gegn Spánverjum.

Eftir að mótið kláraðist í kvöld var hann svo valinn besti leikmaður mótsins. Hann var ekki í stóru hlutverki hjá Porto á leiktíðinni sem var að klárast og kom yfirleitt af bekknum í leikjum liðsins en frammistaða hans á EM mun væntanlega auka áhuga erlendra liða.

Lukas Nmecha, framherji Manchester City á Englandi, var markahæstur með 4 mörk en hann gulltryggði þann titil með sigurmarkinu í úrslitaleiknum.

Samningur Nmecha við Man City rennur út á næsta ári en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Anderlecht í Belgíu. Þar gerði hann 14 mörk í 31 deildarleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner