Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 06. júní 2021 15:00
Aksentije Milisic
Forseti Inter: Við og Conte vorum með ólíkar skoðanir
Mynd: Getty Images
Steven Zhang, forseti Inter, segir að stjórn félagsins og Antonio Conte, hafi verið með ólíkar skoðanir varðandi framtíðina og því skildu leiðir.

Þann 26. maí yfirgaf Conte félagið en hann gerði það að ítölskum meisturum á tímabilinu. Liðið hafði ekki unnið deildina síðustu ellefu ár en Conte tókst það á sínu öðru ári hjá Inter.

Það hefur verið fjallað um það að Conte yfirgaf Inter vegna þess að félagið ætli sér að selja suma af sínu bestu leikmönnum og þá ætlar félagið ekki að kaupa leikmenn fyrir háar upphæðir.

„Við vissum að Conte yrði besti maðurinn fyrir okkar verkefni. Á síðasta sumri hafði heimsfaraldurinn rosaleg áhrif á okkur. Þrátt fyrir það héldu við áfram og höfðum trú á því að við gætum unnið deildina."

„Það tókst og reyndist rétt ákvörðun. Nú þurfum við að stokka upp spilin. Það mun hafa áhrif á félagsskiptagluggann hjá okkur. Við og Conte vorum með ólíkar skoðanir varðandi það og því fór sem fór. Conte er frábær stjóri."

Tottenham setti sig strax í samband við Conte en það slitnaði upp úr þeim viðræðum vegna óraunhæfu kröfur sem Tottenham taldi Conte hafa.
Athugasemdir
banner
banner