Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 06. júní 2021 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Forseti PSG: Mbappe ekki til sölu og hann fer ekki frítt á næsta ári
Kylian Mbappe er ekki á förum
Kylian Mbappe er ekki á förum
Mynd: EPA
Nasser Al Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain í Frakklandi, hefur útilokað það að selja Kylian Mbappe frá félaginu í sumar og þá segir hann að leikmaðurinn fari ekki á frjálsri sölu á næsta ári.

Mbappe verður samningslaus á næsta ári en hann hefur verið í samningaviðræðum við franska félagið undanfarna mánuði.

Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Liverpool og Real Madrid en hefur lítið tjá sig um framtíðina.

Mbappe er einn besti knattspyrnumaður veraldar en hann er ekki á förum samkvæmt forseta félagsins.

„Ég ætla að vera skýr. Kylian Mbappe verður áfram hjá Paris Saint-Germain. Við munum aldrei selja hann og hann mun aldrei fara frá félaginu á frjálsri sölu. Það er ómögulegt," sagði hann við L'Equipe.

Neymar, Julian Draxler og Keylor Navas eru meðal þeirra sem hafa framlengt samninga sína við PSG en miðað við þessa yfirlýsingu má gera ráð fyrir því að Mbappe sé næstur í röðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner