Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 06. júní 2021 16:03
Aksentije Milisic
Lengjudeild-kvenna: Fyrsti sigur HK kominn - Afturelding á toppnum
Ísold skoraði gegn sínu gamla félagi.
Ísold skoraði gegn sínu gamla félagi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrír leikir búnir í Lengjudeild kvenna en alls eru fjórir leikir á dagskrá. Í kvöld mætast ÍA og FH á Skipaskaga.

Á Vivaldi vellinum áttust við Grótta og Afturelding. Gestirnir voru öflugri í dag og eftir rúmlega klukkutímaleik var staðan 0-3 fyrir Aftureldingu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, Sofie Dall Henriksen og Ragna Guðrún Guðmundsdóttir gerðu mörk gestanna. Eydís Lilja Eysteinsdóttir minnkað muninn fyrir Gróttu undir lok leiks.

Afturelding er því áfram á toppi deildarinnar á meðan Grótta fer niður í fjórða sætið.

HK, sem var án sigurs það sem af er tímabili, vann sinn fyrsta leik. Ísold Kristín Rúnarsdóttir gerði þá eina markið úr vítaspyrnu í útisigri á Haukum. Ísold var að spila gegn sínu gamla félagi.

Þá vann Víkingur R öflugan útisigur á Augnablik. Augnablik er í sjöunda sæti deildarinnar en Víkingur hoppar upp í það þriðja.

Grótta 1 - 3 Afturelding
0-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('8 )
0-2 Sofie Dall Henriksen ('13 )
0-3 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('62 )
1-3 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('89 )

Haukar 0 - 1 HK
0-1 Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('71 , víti)

Augnablik 1-2 Víkingur R
Markaskorara vantar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner