Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 06. júní 2021 17:56
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Pétur Rögnvalds: Ég hef verið brjálaðari
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta mætti Aftureldingu í Lengjudeild kvenna í dag og endaði leikurinn með 1-3 útisigri Aftureldingar. Pétur Rögnvaldsson, annar þjálfara Gróttu sagði tapið vonbrigði.

„Alltaf vont að tapa á heimavelli þannig þetta eru vonbrigði. Það var 2-0 snemma í leiknum og þá var þetta hægt en samt sem áður vonbrigði að lenda 2-0 undir svona snemma og þegar þriðja markið kemur er þetta kannski orðið of bratt. Ég hef verið brjálaðari beint eftir leik en ég er búinn að vera svekktur lengi á bekknum á meðan leikurinn er í gangi."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  3 Afturelding

„Við lögðum leikinn upp með að loka á þeirra hættulegasta leikmann fram á við sem að skoraði eftir ellefu mínútur. Við ætluðum að pressa á þær hátt sem gekk vel á köflum en þegar það klikkaði vorum við svolítið mikið opnar fyrir aftan. Uppleggið gekk ekki alveg nógu vel upp heilt yfir.

„Við skorum mark eftir að við vorum búnar að vera að ógna. Mér fannst líka í lok fyrri hálfleiks vera dýrt að koma ekki inn marki þar en svo erum við eins og er eðlilegt, að ógna þegar við erum 3-0 undir og komum inn einu marki. Kannski hefðum við getað komið inn öðru en það var líka bara of seint."

Næsti leikur Gróttu er gegn Haukum á Ásvöllum en fréttaritari ruglast og segir Augnablik, sem betur fer er Pétur með hlutina alla á hreinu og leiðréttir fréttaritara.

„Já, næsti leikur er held ég á móti Haukum. En eins og við spiluðum þennan og síðan eru níu dagar síðan við spiluðum seinast og aftur níu dagar á milli núna. Við viljum komast aftur á sigurbraut, það er ljóst og Haukarnir er verðugt verkefni á Ásvöllum."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner