Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 06. júní 2021 12:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar svekktur að hafa ekki spilað meira en „alltaf faglegt val"
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson er búinn að vera varamarkvörður landsliðsins í þónokkur ár núna.

Hannes Þór Halldórsson hefur verið mjög traustur síðustu ár og erfitt að slá hann út úr liðinu. Rúnar, sem er 25 ára, og á níu A-landsleiki að baki.

„Það myndi hjálpa mér að spila reglulega, en Hannes var ekki alltaf að spila með sínu félagsliði þegar hann var alltaf að spila í landsliðinu. Það er engin skylda, engar reglur í þessu. Auðvitað myndi það hjálpa mér að spila en þetta snýst fyrst og fremst um að grípa sénsinn sem maður fær, nýta hvern leik," segir Rúnar þegar hann var spurður út í landsliðið á fréttamannafundi í dag.

„Mér finnst ég hafa átt skilið að spila fleiri leiki, sérstaklega þegar ég var að spila með mínu félagsliði í Frakklandi og Danmörku, að fá einhverja leiki á milli."

„Það er ekki mitt að velja liðið, ég treysti og hef treyst öllum þjálfurum til þess að velja það sem þeir telja best fyrir liðið. Ég held að allir fótboltamenn séu svekktir með að vera ekki í byrjunarliðinu. Ég er svekktur að hafa ekki spila fleiri leiki en það er alltaf faglegt val hverjir spila," sagði Rúnar léttur og vitnaði þar í tengdaföður liðsfélaga síns.

Ísland spilar á þriðjudag sinn síðasta leik í þessu verkefni, gegn Póllandi.

„Verkefnið í heild er búið að vera mjög skemmtilegt. Það er búið að vera gaman að ferðast sem maður hefur lítið gert síðustu 18 mánuði. Stærsta prófið er á þriðjudag gegn Póllandi sem er í lokaundirbúningi fyrir EM," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner