Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. júní 2021 06:00
Victor Pálsson
Sarri við það að taka við Lazio
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri er við það að taka við liði Lazio á Ítalíu. Sky Sports Italia greinir frá þessu.

Sarri hefur verið án félags á öllu þessu ári en hann stýrði síðast liði Juventus frá 2019 til ársins 2020.

Fyrir það var Sarri hjá Chelsea og Napoli og þekkir hann ítölsku úrvalsdeildina afar vel.

Lazio missti stjóra sinn Simone Inzaghi eftir tímabilið en hann er orðinn stjóri meistara Inter Milan.

Sarri vann deildina með Juventus árið 2020 og Evrópudeildina með Chelsea árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner