Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. júní 2021 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Sergio Busquets með veiruna - U21 árs landsliðið spilar gegn Litháen
Sergio Busquets gæti misst af EM en fyrsti leikur er 14. júní
Sergio Busquets gæti misst af EM en fyrsti leikur er 14. júní
Mynd: EPA
Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er með kórónaveiruna en knattspyrnusambandið greinir frá þessu í tilkynningu í kvöld. Þetta er svakaleg áfall fyrir landsliðið.

Busquets er reyndari leikmaður landsliðsins en hann hefur spilað 123 leiki og skorað 2 mörk.

Hann var í byrjunarliði Spánar gegn Portúgölum í vináttuleik sem fór fram á föstudag en var skipt af velli í síðari hálfleik.

Það eru strangar reglur í kringum leikmannahópinn og farið eftir sóttvarnarreglum en það kom þó ekki í veg fyrir smit. Busquet fór í skimun í morgun og greindist svo stuttu síðar með veiruna en hann er nú kominn í einangrun og hefur yfirgefið hópinn í bili.

Þeir leikmenn og þjálfarar sem voru nálægt Busquets eru einnig komnir í einangrun.

Spænska liðið á að mæta Litháen í æfingaleik á þriðjudag en aðalliðið mun ekki spila. U21 árs landsliðið mun spila gegn Litháen í staðinn. Fyrsti leikur Spánar á EM er þann 14. júní gegn Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner