Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 06. júní 2021 05:55
Elvar Geir Magnússon
Úrslitaleikur EM U21 í kvöld - Þýskaland mætir Portúgal
Lukas Nmecha og Bote Baku, leikmenn Þýskalands.
Lukas Nmecha og Bote Baku, leikmenn Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Í kvöld er komið að úrslitastundu á EM U21 landsliða í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Þýskaland og Portúgal mætast í úrslitaleik mótsins klukkan 19:00, í beinni á RÚV 2.

Portúgal freistar þess að vinna mótið í fyrsta sinn en þjóðin tapaði í úrslitaleikjunum 1994 og 2015. Þjóðverjar stefna hinsvegar á að vinna keppnina í þriðja sinn.

Þetta er þriðja EM U21 í röð þar sem Þýskaland leikur til úrslita. Spánverjar hafa verið mótherjar í hinum tveimur leikjunum. Þjóðverjar unnu úrslitaleikinn í Póllandi 2017 en töpuðu á Ítalíu tveimur árum síðar.

Stefan Kuntz, þjálfari Þýskalands, hrósar liðsheildinni í sínum hópi.

„Lið sem voru talin betri á pappírnum, með hærra markaðsverðmæti í sínum hópum, eru farin heim. Strákarnir hafa þegar sýnt hversu miklir hæfileikar búa í liðinu," segir Kuntz.

Portúgal lagði Spán í grannaslag í undanúrslitum keppninnar en Þýskaland lagði Holland.
Athugasemdir
banner
banner
banner