sun 06. júní 2021 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Henderson klúðraði víti í sigri Englendinga
Jordan Henderson þakkar stuðningsmönnum fyrir eftir leik
Jordan Henderson þakkar stuðningsmönnum fyrir eftir leik
Mynd: EPA
England vann lokaleik sinn í undirbúningi fyrir Evrópumótið er liðið hafði betur gegn Rúmeníu, 1-0. Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik síðan í febrúar.

Marcus Rashford gerði eina mark Englendinga í leiknum en hann skoraði af punktinum. Brotið var á Jack Grealish innan teigs og var það í verkahring Rashford að klára dæmið sem hann jú gerði.

Henderson, sem hefur verið frá vegna meiðsla síðan í febrúar, steig aftur á völlinn í síðari hálfleik. Hann fékk tækifæri til að skora þegar brotið var á Dominic Calvert-Lewin innan teigs. Florian Nita varði hins vegar spyrnuna frá Henderson.

Lokatölur 1-0 fyrir Englendinga en frammistaðan afar slök miðað við þau gæði sem eru í hópnum. Holland vann öruggan 3-0 sigur á Georgíu en Memphis Depay, Wout Weghorst og hinn afar ungi og efnilegi Ryan Gravenberch gerðu mörkin.

Che Adams var þá hetja Skot er liðið lagði Lúxemborg að velli, 1-0. Danmörk sigraði Bosníu Herzegóvínu 2-0. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, skoraði fyrra markið en Andreas Cornelius það síðara þegar sautján mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Úrslit og markaskorarar:

Austurríki 0 - 0 Slóvakía

England 1 - 0 Rúmenía
1-0 Marcus Rashford ('68 , víti)

Danmörk 2 - 0 Bosní Herzegóvína
1-0 Martin Braithwaite ('18 )
2-0 Andreas Cornelius ('73 )

Holland 3 - 0 Georgía
1-0 Memphis Depay ('10 , víti)
2-0 Wout Weghorst ('55 )
3-0 Ryan Gravenberch ('76 )

Lúxemborg 0 - 1 Skotland
0-1 Che Adams ('27 )
Rautt spjald: Vahid Selimovic, Luxembourg ('35)

Moldóva 1 - 0 Aserbaijdsan
1-0 Vitalie Damascan ('8 )
Athugasemdir
banner
banner
banner