fös 06. júlí 2018 13:06
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Frakklands og Úrúgvæ: Cavani ekki með
Cavani meiddist gegn Portúgal í 16-liða úrslitum og er ekki með í dag.
Cavani meiddist gegn Portúgal í 16-liða úrslitum og er ekki með í dag.
Mynd: Getty Images
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð fyrir fyrsta leik á HM en Frakkland og Úrúgvæ mætast klukkan 14:00 í beinni á RÚV.

Edinson Cavani, framherji PSG, er meiddur og getur ekki leikið með Úrúgvæ í dag.

Cristhian Stuani, leikmaður Girona, tekur stöðu hans í framlínunni en hann skoraði 21 mark í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Frakkar gera eina breytingu frá því í 4-3 sigrinum á Argentínu í 16-liða úrslitum. Corentin Tolisso miðjumaður Bayern Munchen tekur stöðu Blaise Matuidi sem er í leikbanni.

Sigurliðið í leiknum í dag mætir Brasilíu eða Belgíu í undanúrslitum á þriðjudaginn.

Frakkland: Lloris; Pavard, Varane, Umtiti, Hernandez; Pogba, Kante; Mbappe, Griezmann, Tolisso; Giroud.

Úrúgvæ: Muslera; Gimenez, Caceres, Godin, Laxalt; Nandez, Torreira, Bentancur, Vecino; Suarez, Stuani.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner