Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 06. júlí 2018 20:30
Gunnar Logi Gylfason
Segir enska landsliðið vera ofdekruð börn
Hakan Mild
Hakan Mild
Mynd: Getty Images
Hakan Mild, fyrrum landsliðsmaður Svíþjóðar, segir ensku landsliðsmennina vera spillt börn.

„Þetta gæti ekki verið betri viðureign. Þeir halda að þeir séu svo góðir en þeir eru það ekki," sagði þessi fyrrum leikmaður Wimbledon í útvarpsþætti í Svíþjóð.

„Þeir eru ofdekruð börn sem þéna mikinn pening. Þeir hafa ekki ástríðuna sem þarf. Þú ert ekki hræddur þegar þú sérð þetta lið. Það hentar Svíþjóð vel. Ef við komumst í gegnum fyrstu 20 mínúturnar getum við komist áfram. Þeir eru takmarkaðir."

Englendingar þurftu að fara alla leið í vítspyrnukeppni til þess að bera sigur úr býtum gegn Kólumbíu og telur Mild það vinna gegn þeim.

Svíþjóð og England mætast á morgun, laugardag, klukkan 14.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner