Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júlí 2019 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Selfoss tapaði á Húsavík
Mynd: Raggi Óla
Nikola Kristinn Stojanovic skoraði í sigri Fjarðabyggðar.
Nikola Kristinn Stojanovic skoraði í sigri Fjarðabyggðar.
Mynd: Fjarðabyggð
Toppbaráttan í 2. deildinni lofar góðu eftir leiki dagsins en aðeins einu stigi munar á 2-6. sæti deildarinnar.

Völsungur lagði Selfoss að velli er liðin mættust á Húsavík í dag. Ásgeir Kristjánsson gerði eina markið fyrir leikhlé og tvöfaldaði Sverrir Páll Hjaltested forystuna í seinni hálfleik.

Hrvoje Tokic hefur verið í stuði á tímabilinu og er markahæstur í deildinni. Hann minnkaði muninn fyrir Selfyssinga, sem mistókst þó að jafna. Liðin eru jöfn í 2-3. sæti með 17 stig eftir 10 umferðir.

Völsungur 2 - 1 Selfoss
1-0 Ásgeir Kristjánsson ('28)
2-0 Sverrir Páll Hjaltested ('58)
2-1 Hrvoje Tokic ('62)

Þá er Fjarðabyggð komin upp í 4. sæti á markatölu eftir 3-1 sigur gegn KFG. Gonzalo Bernaldo Gonzalez kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Kristófer Konráðsson var snöggur að jafna.

Staðan var jöfn í hálfleik og hélst jöfn allt þar til á lokakaflanum, þegar Nikola Kristinn Stojanovic skoraði úr vítaspyrnu. Skömmu síðar innsiglaði Gonzalo sigurinn með sínu öðru marki í leiknum.

KFG er í tíunda sæti af tólf en þó aðeins fimm stigum frá Selfossi og Völsungi sem eru í öðru til þriðja sæti.

Fjarðabyggð 3 - 1 KFG
1-0 Gonzalo Bernaldo Gonzalez ('33)
1-1 Kristófer Konráðsson ('35)
2-1 Nikola Kristinn Stojanovic ('80, víti)
3-1 Gonzalo Bernaldo Gonzalez ('83)

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner