Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 06. júlí 2019 16:26
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Kórdrengir unnu og KV gerði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum er lokið í 3. deildinni í dag þar sem Kórdrengjum tókst að brúa bilið milli sín og toppliðs KV.

Unnar Már Unnarsson skoraði tvennu á þremur mínútum og setti Guðmundur Atli Steinþórsson þriðja markið í góðum 4-2 sigri Kórdrengja gegn Sindra.

Keston George kom Kórdrengjum í 4-0 áður en Robertas Freidgeimas og Mykolas Krasnovskis minnkuðu muninn fyrir Sindra.

Kórdrengir eru því komnir í 2. sæti, með 23 stig eftir 10 umferðir, og eru aðeins tveimur stigum frá toppliði KV.

Kórdrengir 4 - 2 Sindri
1-0 Unnar Már Unnarsson ('32)
2-0 Unnar Már Unnarsson ('34)
3-0 Guðmundur Atli Steinþórsson ('38)
4-0 Keston George ('58)
4-1 Robertas Freidgeimas ('74)
4-2 Mykolas Krasnovskis ('82)

KV gerði jafntefli við Hött/Huginn sem er í neðri hluta deildarinnar. Sæbjörn Guðlaugsson kom heimamönnum yfir á Vilhjálmsvelli og náðu gestirnir að jafna skömmu síðar. Kristófer Einarsson varð þá fyrir því óláni að gera sjálfsmark.

Höttur/Huginn 1 - 1 KV
1-0 Sæbjörn Guðlaugsson ('13)
1-1 Kristófer Einarsson ('21, sjálfsmark)

Todor Hristov skoraði þá fyrir EInherja en Bjarni Þór Hafstein jafnaði fyrir Augnablik í 1-1 jafntefli.

Augnablik er í fallbaráttunni með sjö stig á meðan Einherji er um miðja deild með fjórtán.

Einherji 1 - 1 Augnablik
1-0 Todor Hristov ('15)
1-1 Bjarni Þór Hafstein ('20)

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfæra sig

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner