Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. júlí 2019 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Diego með þrennu í fyrri hálfleik
Mynd: Kormákur/Hvöt
Tveir síðustu leikir dagsins í íslenska boltanum voru í 4. deildinni. Þar höfðu Samherjar betur gegn Mídas í A-riðli.

Það vantar upplýsingar um markaskorara en Samherjar fara upp í fjórða sæti með sigrinum og eru þar með ellefu stig eftir átta umferðir. Mídas er með sex stig.

A-riðill:
Samherjar 3 - 2 Mídas
Vantar markaskorara

Í B-riðli fór Kormákur/Hvöt illa með KB. Diego Moreno Minguez skoraði þrennu í fyrri hálfleik og gerði Bjarki Már Árnason tvennu. Staðan í hálfleik 5-0 og lokatölur 5-0.

Leikmenn beggja liða fengu að líta rautt sjpald eftir 30. mínútna leik, líklegast eftir átök sín á milli.

Kormákur/Hvöt er í þriðja sæti með sautján stig, fimm stigum eftir toppliði Snæfells. KB er um miðja deild með tólf stig.

B-riðill:
Kormákur/Hvöt 5 - 0 KB
1-0 Diego Moreno Minguez ('11)
2-0 Bjarki Már Árnason ('29)
3-0 Diego Moreno Minguez ('33)
4-0 Bjarki Már Árnason ('34)
5-0 Diego Moreno Minguez ('38)
Rautt spjald: Sigurður Bjarni Aadnegard ('30)
Rautt spjald: Upplýsingar vantar, KB ('30)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner