Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. júlí 2019 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Clegg ráðinn sem styrktarþjálfari Man Utd
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær hefur verið að breyta þjálfarateymi Manchester United og er félagið búið að ráða fyrrverandi liðsfélaga hans hjá Rauðu djöflunum, Michael Clegg.

Clegg lék 16 leiki fyrir Man Utd frá 1996 til 2001. Hann þótti ekki nógu góður og var seldur til Oldham.

Eftir að hafa lagt skóna á hilluna starfaði Clegg sem styrktarþjálfari Sunderland undir stjórn Roy Keane.

„Við erum að næla í fyrrverandi starfsfólk Manchester United, meira að segja nokkra fyrrverandi leikmenn," sagði Solskjær.

„Þeir vita hvað þetta félag snýst um og hvað ég snýst um. Þeir henta mjög vel fyrir það sem við ætlum að gera með þetta félag."

Richard Hartis var ráðinn sem markmannsþjálfari í júní og Ed Leng var ráðinn sem íþróttafræðingur. Leng starfaði undir leiðsögn Warren Joyce, sem þjálfaði varalið Man Utd frá 2008 til 2016.

Solskjær telur mikilvægt að fá fólk til starfa sem þekkir félagið út og inn. Hann vill skapa svipað andrúmsloft og var á tíma hans sem leikmaður.

Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessa hugmyndafræði og sagður reyna of mikið að gera allt að hætti Sir Alex Ferguson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner