Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. júlí 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erum Atletico Madrid íslensku deildarinnar"
Úr leik hjá Grindavík í sumar.
Úr leik hjá Grindavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Grindavík er með besta varnarlið Pepsi Max-deildarinnar hingað til. Liðið hefur aðeins fengið níu mörk á sig í fyrstu 11 leikjum sínum í deildinni.

Í gærkvöldi gerði Grindavík markalaust jaftefli gegn Stjörnunni á útivelli og það fjórða markalausa jafntefli Grindavíkur í deildinni í sumar.

Nánar má lesa um leikinn hérna, en Grindvíkingar telja sig hafa skorað löglegt mark í seinni hálfleiknum.

Eftir leikinn í gærkvöldi líkti Túfa liði Grindavíkur við Atletico Madrid, sem hefur verið eitt besta varnarlið heims undir stjórn Diego Simeone.

„Við erum Atletico Madrid íslensku deildarinnar. Við erum rosalega vel skipulagðir og menn eru ekkert að gefa eftir," sagði Túfa og bætti við: „Í mörgum af þessum 0-0 leikjum höfum við fengið góð færi til að vinna og fá fleiri stig."

Varnarleikurinn hefur verið frábær en sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska. Grindavík var að bæta við sig spænskum sóknarmanni og vonast Túfa til að bæta við fleiri sóknarsinnuðum leikmönnum.

Viðtalið við Túfa er hér að neðan.
Túfa: Býð Jóa línuverði í mat ef þetta var rétt hjá honum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner