Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. júlí 2019 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Helsingborg er sænska félagið sem vill Brynjólf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á dögunum greindi Fótbolti.net frá því að sænskt félag væri búið að bjóða í Brynjólf Darra Willumsson, 18 ára framherja Breiðabliks. Nú er komið í ljós að þetta félag er Helsingborg, sem leitar að arftaka Andra Rúnars Bjarnasonar sem var seldur til Kaiserslautern. Frá þessu greinir sænski miðillinn Expressen.

Helsingborg er með 13 stig eftir 13 umferðir í efstu deild í Svíþjóð eftir að hafa komist upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð.

Brynjólfur er sonur Willums Þórs Þórssonar og er eldri bróðir hans leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi.

Brynjólfur á 13 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur komið við sögu sjö sinnum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Mikill áhugi er á leikmönnum Blika þessa stundina. Liðið gæti einnig verið að missa Aron Bjarnason og Kolbein Þórðarson frá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner