Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. júlí 2019 17:06
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna: Svíþjóð hirti bronsið í þriðja sinn
Mynd: Getty Images
England 1 - 2 Svíþjóð
0-1 Kosovare Asilani ('11)
0-2 Sofia Jakobsson ('22)
1-2 Francesca Kirby ('31)

England og Svíþjóð mættust í bronsleik HM kvenna í Frakklandi í dag og fór leikurinn skemmtilega af stað.

Kosovare Asilani kom Svíum yfir eftir varnarmistök Englendinga og tvöfaldaði Sofia Jakobsson forystuna áður en Francesca Kirby minnkaði muninn eftir skyndisókn á 31. mínútu.

Svíar voru betri í fyrri hálfleik og verðskulduðu forystuna en þær ensku mættu grimmar til leiks eftir leikhlé. Þeim tókst þó ekki að skora framhjá frábærri vörn Svía og lokatölur 1-2. Svíþjóð fær bronsið.

Ellen White kom knettinum í netið fyrir England en markið ekki dæmt vegna VAR myndbandstækninnar.

Þess má geta að þetta var síðasti leikur Karren Carney með enska landsliðinu en hún er næstleikjahæst frá upphafi með 144 A-leiki að baki. Fara Williams er leikjahæst með 170 leiki.

Þetta var í þriðja sinn í sögu HM kvenna sem Svíar taka bronsið. Bandaríkin eiga einnig þrjú brons.

Bandaríkin og Holland eigast við í úrslitaleiknum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner