Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. júlí 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í úrslitum Evrópudeildarinnar 2015 - Núna virðist allt búið
Dnipro fagnar marki gegn Sevilla í úrslitaleiknum 2015.
Dnipro fagnar marki gegn Sevilla í úrslitaleiknum 2015.
Mynd: Getty Images
Fyrir fjórum árum síðan var úkraínska félagið Dnipro Dnipropetrovsk í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem naumt tap gegn Sevilla var niðurstaðan. Í dag er félagið ekki lengur á fótboltakortinu.

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar 2015 fór fram í Varsjá í Póllandi og þar vann Sevilla 3-2 sigur á Dnipro.

Félagið lenti í miklum fjárhagsvandræðum eftir það og fengu starfsmenn félagsins ekki greidd laun fyrir vinnu sína.

Það voru tekin stig af Dnipro af sökum fjárhagsörðugleika og 2016/17 féll það beint niður í C-deildina í Úkraínu í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Liðið féll alla leið niður í áhugamannadeildina í Úkraínu, D-deildina þar í landi. Núna er það ljóst að félagið mun ekki skrá sig til leiks fyrir komandi tímabil og því er varla hægt að tala um það sem fótboltafélag lengur.

Félagið var stofnað 1918 og var því rúmlega 100 ára gamalt. Ótrúlegt hvað hlutirnir geta breyst hratt.

Fyrir tveimur árum var SC Dnipro-1 sett á laggirnar og er það komið upp í úrvalsdeildina í Úkraínu. Það tengist ekki FC Dnipro.



Athugasemdir
banner
banner