lau 06. júlí 2019 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
ÍBV vill losna við Gilson Correia
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs, tímbundinn, þjálfari ÍBV, staðfesti í dag að verið sé að vinna að því að gera starfslokasamning við varnarmanninn Gilson Correia.

Gilson var fastamaður í varnarlínu ÍBV undir stjórn Pedro Hipolito en var þó utan hóps í síðasta leik sem Portúgalinn stjórnaði gegn Stjörnunni fyrir viku.

Gilson kemur frá Gíneu-Bissu en lék í portúgölsku C-deildinni áður en hann hélt til Vestmannaeyja fyrir sumarið .

ÍBV hafði fylgst með honum í einhvern tíma en hann hafði upphaflega ætlað að koma til félagsins í fyrra.

„ÍBV ætlar að reyna að losna við Gilson og ætlar hann að fara aftur heim til sín. Þetta er mál sem gengur hægt eins og er. Hann er ekki lengur í myndinni hjá okkur," sagði Jeffs í viðtali eftir 2-1 tapið gegn KR í dag.
Ian jeffs: Kemur í ljós hvað gerist eftir helgi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner