Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. júlí 2019 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-deildin: Þróttur skoraði sjö gegn Magna
Jasper skoraði tvö í fyrri hálfleik.
Jasper skoraði tvö í fyrri hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 7 - 0 Magni
1-0 Sindri Scheving ('26)
2-0 Jasper Van Der Heyden ('26)
3-0 Jasper Van Der Heyden ('35)
3-0 Gunnar Örvar Stefánsson ('38, misnotað víti)
4-0 Árni Þór Jakobsson ('43)
5-0 Daði Bergsson ('50)
6-0 Rafael Victor ('55)
7-0 Baldur Hannes Stefánsson ('83)

Þróttur R. valtaði yfir botnlið Magna er liðin mættust í Inkasso-deild karla í dag.

Staðan var markalaus fyrstu 26 mínúturnar en flóðgáttirnar opnuðust eftir mark frá Sindra Scheving. Nokkrum sekúndum síðar tvöfaldaði Jasper van der Heyden forystuna og gerði Jasper þriðja markið í kjölfarið.

Magnamenn fengu vítaspyrnu til að minnka muninn en Gunnar Örvar Stefánsson brenndi af. Ekki mikið við hann að sakast þó því Arnar Darri Pétursson varði glæsilega.

Árni Þór Jakobsson gerði fjórða mark heimamanna fyrir leikhlé og hélt markaveislan áfram í síðari hálfleik.

Daði Bergsson gerði fimmta markið, Rafael Victor sjötta og Baldur Hannes Stefánsson það síðasta.

Magni er með sex stig eftir tíu umferðir, þremur stigum frá öruggu sæti. Þróttur hefur ekki verið að spila sinn besta fótbolta í sumar og er í neðri hluta deildarinnar, með þrettán stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner