Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. júlí 2019 12:28
Ívan Guðjón Baldursson
Inter að losa sig við Icardi og Nainggolan
Mynd: Getty Images
Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, staðfesti í viðtali að Mauro Icardi og Radja Nainggolan mega yfirgefa félagið í sumar. Þeir séu ekki í framtíðaráformum félagsins.

Icardi hefur verið fyrirliði Inter undanfarin misseri en lenti í útistöðum við félagið á nýliðnu tímabili.

Radja Nainggolan var keyptur síðasta sumar en hans krafta er ekki óskað lengur. Nainggolan er 31 árs og er sagður hafa neikvæð áhrif á samherja sína.

„Nainggolan og Icardi eru frábærir og gæðamiklir leikmenn en það nægir ekki eitt og sér. Þeir eru ekki í áformum okkar," sagði Marotta.

„Ég segi þetta með gagnsæi og virðingu: Icardi er til sölu. Við erum tilbúnir til að virða samninginn til enda."

Þetta þýðir að Icardi verður eflaust seldur í sumar. Það væri rándýrt fyrir Inter að borga honum áfram laun án þess að nota hann.
Athugasemdir
banner
banner