Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. júlí 2019 12:15
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbeinn fær tækifærið með byrjunarliði AIK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson gekk í raðir AIK í mars og hefur síðan þá aðeins komið við sögu í þremur leikjum, í samtals 64 mínútur.

Í dag fær hann byrjunarliðstækifæri hjá sænsku meisturunum sem heimsækja Kalmar klukkan 13:00. Sigur myndi fleyta AIK upp í annað sæti deildarinnar, en liðið er sex stigum eftir toppliði Malmö sem stendur.

Til samanburðar er Kalmar í tólfta sæti, tveimur stigum frá fallsvæðinu.

Kolbeinn er 29 ára gamall og hefur ekki skorað í keppnisleik síðan gegn Frakklandi á EM 2016.

Hann lenti í erfiðum meiðslum og fékk ekki tækifæri hjá Nantes þegar hann náði sér, sem varð til þess að hann skipti yfir í sænska boltann.

Þess má geta að Kolbeinn skoraði í æfingalandsleikjum gegn Katar og Frakklandi í fyrra.

Hann á 50 A-landsleiki að baki og í þeim hefur hann skorað 23 mörk.

Kolbeinn mun leika í fremstu víglínu í dag ásamt nígeríska framherjanum Chinedu Obasi, 33, sem lék fyrir Schalke og Hoffenheim í átta ár.
Athugasemdir
banner
banner