Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 06. júlí 2019 15:51
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Langþráður sigur ÍA kom gegn Fylki
Tryggvi HRafn skoraði fyrra mark leiksins.
Tryggvi HRafn skoraði fyrra mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 0 Fylkir
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('13)
2-0 Viktor Jónsson ('80)

Það eru írskir dagar á Akranesi og átti ÍA heimaleik gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í dag.

Leikurinn fór fjörlega af stað og var tempóið hátt. Gonzalo Zamorano skoraði fyrir ÍA en var flaggaður rangstæður og einni mínútu síðar skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson löglegt mark. Hann fékk þá lága fyrirgjöf frá Herði Inga Gunnarssyni og potaði boltanum inn.

Leikurinn var líflegur en lítið um góð færi og Skagamenn leiddu 1-0 þegar seinni hálfleikurinn var flautaður á. Þeir komust nokkrum nálægt því að tvöfalda forystuna en inn vildi boltinn ekki fyrr en á 80. mínútu.

Viktor Jónsson skoraði þá laglegt mark eftir frábæra fyrirgjöf frá Alberti Hafsteinssyni. Meira var ekki skorað og verðskuldaður 2-0 sigur ÍA staðreynd.

Skagamenn fara upp í þriðja sæti með sigrinum og eru sex stigum eftir toppliði KR, sem á leik við ÍBV innan skamms. Árbæingar eru í sjötta sæti, fimm stigum eftir ÍA.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner