Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. júlí 2019 10:51
Elvar Geir Magnússon
Síðasti leikurinn í banni Björgvins í dag
Björgvin er að snúa aftur.
Björgvin er að snúa aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Leikur KR gegn ÍBV í Pepsi Max-deildinni í dag verður síðasti leikur KR-inga með Björgvin Stefánsson í leikbanni.

Björgvin var dæmdur í fimm leikja bann fyrir óviðeigandi ummæli sín í beinni netútsendingu á Haukar TV þar sem hann lýsti leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deild karla.

Ofan á þetta fimm leikja bann fór Björgvin í bann í bikarleik fyrir uppsafnaðar áminningar. Leikurinn í dag verður því sjötti og síðasti leikur KR með Björgvin í banni.

KR hefur vegnað vel í fjarveru Björgvins og unnið alla leiki sína síðan dómur féll. KR-ingar tróna á toppi Pepsi Max-deildarinnar.

Eftir leikinn í dag er komið að tveimur Evrópuleikjum hjá KR, gegn norska liðinu Molde. Fyrsti deildarleikurinn eftir þá Evrópuleiki verður gegn Stjörnunni 21. júlí.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner