Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Líklegast besta mark sem ég hef skorað
Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Núna eigum við tvo mikilvæga leiki við Selfoss og Kórdrengi sem við ætlum að vinna.
Núna eigum við tvo mikilvæga leiki við Selfoss og Kórdrengi sem við ætlum að vinna.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Svekkjandi svo að ná ekki þrennunni! Þvi ég hafði tækifæri til þess.
Svekkjandi svo að ná ekki þrennunni! Þvi ég hafði tækifæri til þess.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar unnu endurkomusigur á Þrótti Vogum á föstudagskvöld. Nikola Dejan Djuric skoraði bæði mörk Hauka í 1-2 sigri og sá til þess að Haukar eru áfram með fullt hús stiga í 2. deild. Nikola er leikmaður 3. umferðar á Fótbolti.net.

Nikola svaraði nokkrum spurningum frá fréttaritara í kjölfar valsins. Fyrsta spurningin var út í leikinn á föstudag, voru úrsltin 1-2 sanngjörn?

„Já mér fannst þessi úrslit sanngjörn, þeir reyndu að koma með háa bolta í gegn en við réðum vel við það," sagði Nikola.

Hvernig lýsir hann mörkunum tveimur? Var möguleiki á þrennunni?

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Nikola skoraði beint úr aukaspyrnu

„Fyrsta markið var líklegast besta mark sem ég hef skorað á ferlinum, ég smellhitti boltann úr aukaspyrnu! Annað markið var eftir skyndisókn sem við unnum eftir hornspyrnu frá þeim, ég fékk sendingu frá Kristó og allt i einu var ég kominn einn i gegn og skoraði með vinstri. Svekkjandi svo að ná ekki þrennunni! Þvi ég hafði tækifæri til þess."

Nikola hefur sjálfur byrjað vel og er kominn með fjögur mörk úr umferðunum þremur. Hvernig líst honum á framhaldið?

„Mér líst bara vel á framhaldið. Núna eigum við tvo mikilvæga leiki við Selfoss og Kórdrengi sem við ætlum að vinna."

Nikola, sem er nítján ára gamall, kom heim fyrir áramót eftir ár á mála hjá Midtjylland. Hann samdi við uppeldisfélagið Breiðablik en fór svo að láni til Hauka. Hvers vegna valdi hann Hauka?

Sjá einnig:
Nikola æfir með Blikum: Vil sanna mig upp á nýtt

„Ég valdi að fara í Hauka því ég vildi spila fótbolta reglulega, ég sá þann möguleika ekki hjá Breiðabliki og vildi fara á lán."

Að lokum, hverjir eru helstu kostir Igors Bjarna Kostic og Þórarins Jónasar Ásgeirssonar sem þjálfara?

„Helstu kostir þjálfaranna eru að þeir eru mjög metnaðarfullir og ákveðnir i að spila góðan fótbolta. Sem ég hef auðvitað gaman af," sagði Nikola.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
Bestur í 2. umferð - Oliver Helgi Gíslason (Haukar)

Næsta (4. umferð) í 2. deild:
þriðjudagur 7. júlí
19:15 Njarðvík-Þróttur V. (Rafholtsvöllurinn)
19:15 Dalvík/Reynir-KF (Dalvíkurvöllur)
19:15 Haukar-Selfoss (Ásvellir)
19:15 Víðir-ÍR (Nesfisk-völlurinn)
19:15 Völsungur-Fjarðabyggð (Vodafonevöllurinn Húsavík)
20:00 Kári-Kórdrengir (Akraneshöllin)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner