Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 19:30
Aksentije Milisic
Engin ný smit í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Chateau
Enska úrvalsdeildin hefur sagt frá því að enginn leikmaður eða starfsfólk hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni hafi greinst með kórónu veiruna í síðustu viku.

Leikmenn og starfsfólk eru reglulega tekin í skoðun á meðan deildin er í fullum gangi og í tólfta skipti sem allir voru prófaðir, greindist enginn.

„Úrvalsdeildin staðfestir að frá mánudeginum 29 júní og til sunnudagsins 5 júlí, voru tekin sýni af 1.973 leikmönnum og starfsfólki. Ekki greindist eitt jákvætt sýni."

Í síðustu viku var tilkynnt að aðeins eitt smit greindist síðan deildin fór aftur af stað, þann 17. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner