Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 18:59
Aksentije Milisic
Svíþjóð: Ísak skoraði og lagði upp í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
IFK Norrköping 2-1 IFK Gautaborg
1-0 Ísak Bergmann Jóhannesson ('26)
1-1 Patrik Karlsson Lagemyr ('72)
2-1 Lars Gerson ('75)
3-1 Pontus Almqvist ('90)

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping en liðið mætti IFK Gautaborg í 6. umferð í sænsku Allsvenskan deildinni í dag.

Ísak skoraði laglegt mark og kom heimamönnum yfir á 26. mínútu en þetta var fyrsta markið hjá honum í Svíþjóð en Ísak er aðeins 17 ára gamall. Markið hans má sjá með því að smella hérna.

Gestirnir jöfnuðu metin en Ísak var ekki hættur því hann lagði upp mark á 75. mínútu þegar Lars Gerson skoraði. Frábært dagsverk hjá Ísaki.

_____________________________________________________________________
Grikkland:
AE Larissa 0-0 Panionios

Ögmundur Kristinsson hélt markinu hreinu í dag þegar Larissa mætti Panionios í grísku deildinni. Ögmundur var aftur kominn í liðið eftir að hann var óvænt ekki í liðinu í síðasta leik.

Deildinni í Grikklandi var tvískipt og er Larissa í þriðja sæti í neðri helmingin deildarinnar, 11 stigum frá fallsæti eftir 31. umferðir.
_____________________________________________________________________
Tyrkland:
Akhisar Belediyespor 3-1 Balikesirspor
1-0 Burhan Eser ('15)
1-1 Aly Malle ('56)
2-1 Burhan Eser ('59)
3-1 Ergin Keles ('81)

Theodór Elmar Bjarnason var tekinn útaf í hálfleik þegar lið hans Akhisar Belediyespor vann 3-1 heimasigur á
Balikesirspor. Theodór og félagar eru í 5. sæti í tyrknesku B-deildinni.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner