Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 06. júlí 2022 11:15
Brynjar Ingi Erluson
EM fer af stað í kvöld - Uppselt á Old Trafford
Gestgjafar Englands mæta Austurríki
Gestgjafar Englands mæta Austurríki
Mynd: EPA
England og Austurríki eigast við í opnunarleik Evrópumótsins sem fer fram á Englandi en leikurinn fer fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United.

Enska landsliðið þykir sigurstranglegt í ár en liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið alla leiki sína í undankeppni HM til þessa.

Austurríki komst inn á mótið með því að hafna í 2. sæti G-riðils, þremur stigum á eftir Frökkum. Liðið tapaði aðeins einum leik í undankeppni Evrópumótsins.

Uppselt er á leikinn í kvöld, sem fer fram á Old Trafford, en völlurinn tekur 74,140 manns í sæti.

Líklegt byrjunarlið Englands: Earps, Bronze, Bright, Greenwood, Daly, Williamson, Walsh, Mead, Kirby, Hemp, White

Líklegt byrjunarið Austurríkis: Zinsberger, Wienroither, Georgieva, Degen, Aschauer, Puntigam, Hickelsberger, Zadrazil, Feiersinger, Dunst, Billa

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV2 og hefst klukkan 19:00.

Leikur dagsins:
19:00 England - Austurríki (Old Trafford)
Athugasemdir
banner
banner
banner