Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. september 2018 11:10
Elvar Geir Magnússon
Schruns
Hörður Björgvin og Emil æfðu undir Frikka sjúkraþjálfara
Icelandair
Hörður með Frikka sjúkraþjállfara á æfingu Íslands í Schruns í dag.
Hörður með Frikka sjúkraþjállfara á æfingu Íslands í Schruns í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum skrifuðu orðum var að klárast æfing íslenska landsliðsins í Schruns í Austurríki. Liðið hefur í vikunni æft undir stjórn nýrra þjálfara í þessum fallega fjallabæ.

Lykilmenn eins og Aron Einar, Jói Berg og Alfreð eru ekki með hópnum vegna meiðsla, eins og lesendur vita.

Leikið verður gegn Sviss í St. Gallen á laugardaginn en Ísland heldur yfir til Sviss í dag og æfir og keppir á keppnisvellinum á morgun.

Hörður Björgvin Magnússon og Emil Hallfreðsson eru tæpir og tóku ekki þátt að fullu á æfingu dagsins. Þeir æfðu undir Frikka sjúkraþjálfara stærstan hluta.

Ari Freyr Skúlason verður væntanlega í vinstri bakverði ef Hörður er ekki leikfær og þá gæti Guðlaugur Victor Pálsson fengið tækifæri í byrjunarliðinu vegna fjarveru leikmanna.

Fótbolti.net er í Austurríki og mun að sjálfsögðu fylgja strákunum okkar yfir til Sviss. Fylgist með!
Athugasemdir
banner
banner
banner