Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Adda um fjarveru Péturs: Ætlum að fá hann ferskan inn í tímabilið
Nik ósáttur við KSÍ: Sýndu skipulagsleysi
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
   fim 06. september 2018 18:11
Elvar Geir Magnússon
Hörður Björgvin: Var fyrst erfitt að eiga samskipti við Rússana
Icelandair
Hörður Björgvin segist klár í landsleikinn gegn Sviss.
Hörður Björgvin segist klár í landsleikinn gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsvarnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Byrjað var á því að spjalla við Hörð um skipti sín yfir til CSKA Moskvu i sumar, skipti sem hann segist gríðarlega ánægður með.

Þetta er allt öðruvísi en í Bristol og menningin allt önnur. En það er gaman að koma inn í nýja menningu og upplifa nýtt tungumál," segir Hörður.

En hvernig hefur verið að aðlagast fótboltanum í Rússlandi?

„Minn fyrsti æfingaleikur var ekki spes og það var erfitt að eiga samskipti við Rússana, þeir eru ekki mikið að tala ensku. En það hefur allt verið upp á við. Hópurinn okkar er ungur og ég er einn sá elsti og reynslumesti í liðinu."

CSKA Moskva er í riðli með Real Madrid og Roma í Meistaradeild Evrópu en dregið var í vikunni.

„Þetta er gríðarlegt tækifæri, eitthvað sem maður fær ekki oft á ferlinum. Maður verður bara að njóta og reyna sitt besta."

Ég er klár
Ísland mætir Sviss á laugardaginn, Hörður hefur verið að glíma við meiðsli og íhugaði að gefa ekki kost á sér í verkefnið vegna meiðsla sinna. Verður hann með í komandi leik?

„Við erum það heppnir að vera með mjög gott læknateymi og ég ræddi við það. Þeir skoðuðu þetta vel og nú er ég byrjaður að æfa með liðinu, ég er klár. Ég er spenntur fyrir þessum leik og nú sjáum við hvort ég verði í liðinu," segir Hörður.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner