Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 06. september 2018 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Martinez: Íslenska liðið afar öflugt á heimavelli
Icelandair
Roberto Martinez og Thierry Henry ræða málin
Roberto Martinez og Thierry Henry ræða málin
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, þjálfari Belgíu, undirbýr lið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi með því að spila gegn Skotum á morgun.

Belgía og Skotland mætast í vináttuleik á morgun en belgíska liðið er að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni 15. september næstkomandi.

Martinez talar vel um íslenska liðið og þarf því að spila gegn liðum sem eru að nýta svipaða styrkleika og íslenska liðið. Hann ætlar ekki að hreyfa mikið við byrjunarliðinu.

„Íslenska er liðið er afar gott á heimavelli. Þeir þekkja sína styrkleika, eru skipulagðir og særa lið með föstu leikatriðunum," sagði Martinez.

„Ekki búast við of mörgum breytingum fyrir leikinn gegn Skotum á morgun. Þetta verður sterkt lið sem ég býst við að spili leikinn gegn Íslandi," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner