PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 06. september 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Nýr leikmaður Newcastle mætir U21 liði Íslands á Víkingsvelli
Icelandair
William Osula. Óslípaður demantur fyrir Eddie Howe?
William Osula. Óslípaður demantur fyrir Eddie Howe?
Mynd: Getty Images
Lucas Hey.
Lucas Hey.
Mynd: Getty Images
Íslenska U21 landsliðið mætir því danska á Víkingsvelli í dag klukkan 15. Danska liðið er ósigrað á toppi riðilsins en Ísland minnkar muninn í danska liðið í tvö stig með sigri.

Sölvi Haraldsson textalýsir leiknum hér á Fótbolta.net og í upphitunarmolum hans skoðar hann aðeins danska hópinn.

„Sá leikmaður í danska U21 árs landsliðinu sem er að spila fyrir stærsta félagið í hópnum er án efa William Osula sem er leikmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni," skrifar Sölvi en sóknarmaðurinn var keyptur á St James' Park í sumar.

„Osula kom frá Sheffield United þar sem hann rembdist eins og rjúpan við staurinn að skora mörk en tókst það illa. Hann er núna orðinn leikmaður Newcastle United en það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála hjá þessum unga leikmanni og hvort Eddie Howe nái að búa til eitthvað skrímsli úr honum."

Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Brast í grát við kveðju Freys
Meðal annarra leikmanna í danska U21 liðinu má nefna varnarmanninn Lucas Hey sem vann með Frey Alexanderssyni hjá Lyngby áður en Freyr fór til Kortrijk og Lucas til Nordsjælland þar sem hann spilar núna.

„Þeir náðu mjög vel saman en þegar Freyr var að kveðja Lyngby liðið féllu tár á hvarm hjá Dananum," skrifar Sölvi.

„Lucas hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í Danmörku. Varnarmaðurinn verður sennilega brátt keyptur í eitthvað stórlið í Evrópu. Hann spilar fyrir Nordsjælland í dag sem eru þekktir fyrir það að selja leikmenn til risa félaga í Evrópu."
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 7 4 2 1 16 - 8 +8 14
2.    Wales 7 4 2 1 12 - 9 +3 14
3.    Ísland 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
4.    Tékkland 6 2 2 2 8 - 10 -2 8
5.    Litháen 6 0 0 6 5 - 13 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner