Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 06. október 2019 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar ekki með Íslandi - Með slitið liðband
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, verður ekki með í komandi landsliðverkefni gegn Frakklandi og Andorra.

Aron varð fyrir meiðslum í leik með félagsliði sínu, Al Arabi, á föstudag. Aron lenti í groddaralegri tæklingu og núna er það ljóst að hann verður ekki með í landsleikjunum sem framundan eru.

Landsleikirnir í nóvember eru einnig í hættu hjá honum.

„Hann er með slitið liðband í ökkla. Missir af landsleikjunum. Leikirnir í nóvember eru í hættu, en það er ekki útilokað að hann nái þeim. Tíminn verður að leiða það í ljós," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net.

Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands á föstudaginn og verður leikurinn við Andorra á mánudeginum þar á eftir. Báðir leikir eru á Laugardalsvelli og mikilvægur liður í undankeppni EM 2020.

Athugasemdir
banner
banner