sun 06. október 2019 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Barella var nálægt því að fara til Chelsea í janúar
Nicolo Barella í landsleik með Ítalíu.
Nicolo Barella í landsleik með Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Nicolo Barella var lánaður til Inter frá Cagliari í sumar, Inter mun hafa forkaupsrétt á honum þegar lánssamningnum lýkur næsta sumar.

Barella greindi frá því á dögunum að það hafi litlu munað að hann hefði farið til Englands í janúar. Ítalinn Maurizio Sarri þáverandi stjóri Chelsea reyndi að fá hann.

„Chelsea reyndi að fá mig í janúar, samningsviðræðunar gengu vel en að lokum tilkynnti ég Cagliari að þetta væri ekki auðveldur tími fyrir liðið og ákvað að spila með liðinu út tímabilið. Eftir það mun ég taka ákvörðun."

Barella leikur nú eins og fyrr segir með Inter, hann hefur fundið sig vel undir stjórn Antonio Conte. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp tvö í 13 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner