Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 06. október 2019 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea: Við erum Manchester United
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
David de Gea, markvörður Manchester United, var skiljanlega svekktur eftir 1-0 tap gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það er óhætt að segja að United hafi valdið vonbrigðum í upphafi tímabils. Liðið er aðeins með níu stig eftir átta leiki og er í neðri hluta deildarinnar.

„Við sköpuðum ekki alvöru færi. Við vörðumst vel. Liðið þarf að stíga upp. Það er mikið af meiðslum, en það er engin afsökun. Við erum Manchester United, við verðum að halda áfram að æfa vel, berjast og vinna leiki."

„Það er mikið sem við þurfum að bæta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Við verðum að halda áfram að reyna, berjast og bæta okkur á hverjum degi. Þetta er erfitt fyrir okkur."

„Þetta er erfiðasti tími sem ég hef upplifað frá því ég kom til félagsins. Ég veit ekki hvað er að gerast. Ég bið stuðningsmennina afsökunar."
Athugasemdir
banner
banner
banner