Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 06. október 2019 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumadagur Aaron Connolly - Mætir ekki Íslandi
Mynd: Getty Images
Aaron Connolly átti draumadag í gær. Hann var í byrjunarliðinu hjá Brighton í fyrsta skipti í ensku og nýtti hann það tækifæri mjög vel.

Þessi 19 ára gamli strákur skoraði tvennu í 3-0 sigri Brighton gegn Tottenham.

Í gærkvöldi fékk hann svo stöðuhækkun í írska A-landsliðshópinn. Hann var upprunalega valinn í U21 landsliðið sem er að fara að spila við Ítalíu og Ísland.

Hann mætir hins vegar ekki Íslandi því hann er kominn í írska A-landsliðið eftir frammistöðu sína í gær. Hann leysir Ronan Curtis, framherja Portsmouth, af hólmi í landsliðshópnum. Curtis er meiddur.

Írland er að fara að spila við Georgíu og Sviss í undankeppni EM 2020.


Athugasemdir
banner
banner